Ótrúlegur leikaraskapur (myndskeið)

Stuðningsmenn Celtic voru ekki svona ánægðir í kvöld.
Stuðningsmenn Celtic voru ekki svona ánægðir í kvöld. mbl.is/Eggert

Leikmenn U-19 ára liðs Celtic voru rændir sæti í 16-liða úrslitum unglingadeildar Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðið tók þá á móti Valencia og leikaraskapur eins leikmanns spænska liðsins tryggði Valencia líklega áframhaldandi þátttöku í keppninni.

Staðan var 1:1 og tæpar fimm mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma þegar Jack Aitchison, sóknarmaður Celtic, var að komast í dauðafæri einn gegn markverði Valencia. Varnarmaður Valencia, David Pascual, brá á það ráð að henda sér niður til að reyna að fiska aukaspyrnu.

Bragðið heppnaðist hjá Pascual og heimamenn voru rændir upplögðu marktækifæri á síðustu andartökum leiksins. Að lokum fór svo að Valencia komst áfram, eftir vítaspyrnukeppni, en Celtic situr eftir með sárt ennið.

Myndskeið af dýfunni má sjá hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert