Eiður er kominn til Molde

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Eggert

Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsmaður í knattspyrnu kom í kvöld til Molde í Noregi þar sem hann mun að óbreyttu skrifa undir samning við norska úrvalsdeildarfélagið á morgun og verður þá kynntur formlega til sögunnar.

Eiður er á leið í læknisskoðun og lokafrágang á samningsmálum. Hann mun leika með Molde út komandi keppnistímabil. Liðið er komið í 32ja liða úrslit Evrópudeildarinnar og mætir Sevilla í næstu viku en væntanlega má hann ekki spila þar.

Keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst eftir mánuð en fyrsta umferðin er leikin dagana 11.-14. mars og Molde byrjar á heimaleik gegn Tromsö.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert