Barcelona mætir Atletico Madrid

Börsungar eru handhafar bikarsins.
Börsungar eru handhafar bikarsins. AFP

Dregið var í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu rétt í þessu, en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. 

Manchester City, PSG, Wolfs­burg, Ben­fica, Atletico Madrid, Real Madrid, Bayern München og Barcelona voru í pottinum í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Spánn á þrjá fulltrúa, Þýskaland tvo og England, Frakkland og Portúgal einn hver. 

Liðin sem mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eru þessi: 

Wolfsburg - Real Madrid

Bayern München - Benfica

Barcelona - Atletico Madrid

PSG - Manchester City 

Aðeins þrjú af liðunum átta hafa hampað Evr­ópu­meist­ara­titl­in­um. Real Madrid tíu sinn­um, Bayern München fimm sinn­um og Barcelona fimm sinn­um.

Barcelona er ríkjandi meistari í Meistaradeild Evrópu og getur varið titil sinn í Mílanó í vor. Síðasta liðið til þess að bera sigur úr býtum í Evrópukeppni meistaraliða tvö ár í röð var AC Milan, en liðið varð meistari 1989 og 1990. Barcelona er í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu níunda árið í röð sem er met. 

Leik­irn­ir í átta liða úr­slit­un­um fara fram 5./​6. og 12./​13. apríl en úr­slita­leik­ur­inn fer að þessu sinni fram í Mílanó hinn 28. maí. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert