Materazzi óvinsælastur í Frakklandi

Zidane skallar Materazzi í úrslitaleik HM árið 2006. Þar með …
Zidane skallar Materazzi í úrslitaleik HM árið 2006. Þar með lauk knattspyrnuferli Zidane. AFP

Franskir knattspyrnuáhugamenn hafa ekki gleymt því þegar Zinedine Zidane skallaði Marco Materazzi í úrslitleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu fyrir 10 árum.

Í könnum tímaritsins France Football var spurt hvaða knattspyrnumaður væri verst liðinn í Frakklandi. Materazzi var oftast nefndur og er því hataðasti knattspyrnumaðurinn af Frökkum.

Zidane skallaði Materazzi í brjóstkassann í úrslitaleik Ítala og Frakka á heimsmeistaramótinu fyrir 10 árum, eins og frægt er orðið. Materazzi togaði í treyju Zidane en síðarnefndi svaraði með orðum að Materazzi gæti fengið treyjuna hans eftir leikinn. 

Materazzi sagði þá: „Ég kýs frek­ar hór­una hana syst­ur þína.“ Þá sneri Zidane sér við, skallaði Materazzi og var rekinn af leikvelli. Þar með lauk glæstum knattspyrnuferli Zidane og þessu hafa Frakkar ekki gleymt.

Tíu hötuðustu knattspyrnumenn í Frakklandi má sjá hér að neðan:

  1. Marco Materzatti
  2. Samir Nasri
  3. Mathieu Valbuena
  4. Franck Ribery
  5. Patrice Evra
  6. Harald Schumacher
  7. Thiago Motta
  8. Fabrice Fiorese
  9. Brandao
  10. Emir Spahic
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert