Matthías kom meisturunum á bragðið - myndskeið

Matthías Vilhjálmsson er búinn að skora fyrir Rosenborg í dag.
Matthías Vilhjálmsson er búinn að skora fyrir Rosenborg í dag. Ljósmynd/rbk.no

Matthías Vilhjálmsson, leikmaður norska meistaraliðsins Rosenborg, kom sér á blað í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessari leiktíð í 3:0 sigri liðsins á Brann í dag.

Matthias kom Rosenborg yfir gegn Brann í dag með góðu skallamarki sem sjá má neðst í fréttinni.

Matthías var þó búinn að skora tvö mörk í bikarnum áður en að markinu í dag kom.

Hólmar Örn Eyjólfsson var á sínum stað í hjarta varnar Rosenborgar en Guðmundur Þórarinsson er ekki í leikmannahópi liðsins í dag.

Rosenborg er strax komið í toppsæti norsku deildarinnar og hefur 12 stig eftir fyrstu fimm leikina, fjórum meira en Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Molde, í 2. sæti en þeir eiga þó leik til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert