„Ekki ánægður með spilamennskuna“

Josep Guardiola.
Josep Guardiola. AFP

Pep Guardiola þjálfari Bayern München mátti sætta sig við tap í fyrri undanúrslitaleik á móti spænsku liði þriðja árið í röð þegar Bayern tapaði fyrir Atlético Madrid, 1:0, í fyrri leik liðanna í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

„Markið þeirra var frábært en það voru okkar mistök. Ég var ekki ánægður með spilamennsku liðsins. Í heildina séð var þetta góður leikur en við byrjuðum leikinn illa. Markið þeirra var afleiðing af hægum leik okkar,“ sagði Guardiola sem kveður Bayern í sumar og tekur við stjórastarfinu hjá Manchester City.

Enn er möguleiki á að Bayern München og Manchester City mætist í úrslitaleik en City gerði markalaust jafntefli við Real Madrid á heimavelli í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert