Zidane verður sjá þriðji í sögunni

Zinedine Zidane á hliðarlínunni í kvöld.
Zinedine Zidane á hliðarlínunni í kvöld. AFP

Zinédine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, stýrði sínum mönnum til sigurs gegn Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Real mætir grönnum sínum í Atlético Madrid í úrslitaleik þann 28. maí.

Zidane er goðsögn í knattspyrnuheiminum og var gríðarlega farsæll sem leikmaður. Hann verður nú þriðji einstaklingurinn í sögu Real Madrid sem tekur þátt í úrslitaleik Meistaradeildarinnar bæði sem leikmaður og knattspyrnustjóri félagsins. Hann er á sínu fyrsta ári sem knattspyrnustjóri þess en var áður leikmaður frá 2001-2006.

Hinir sem hafa gert það eru Miguel Munoz, sem lék með liðinu árin 1948-1958 og stjórnaði því 1959 og aftur 1960-1974. Annar til að gera það var svo Vicente del Bosque, sem lék með liðinu 1968-1984 og stjórnaði því 1994 og aftur 1999-2003.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert