Það var talað um lítil gæði og slæm kaup

Jürgen Klopp fagnar sigrinum í kvöld.
Jürgen Klopp fagnar sigrinum í kvöld. OLI SCARFF

„Þetta var dásamlegt kvöld, frábær leikur hjá mínu liði. Þvílík frammistaða!” sagði Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool eftir frábæran 3:0 sigur liðsins á Villareal í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu.

Mikil pressa var á Liverpool-liðinu í kvöld og tímabilið nánast undir þar sem það að vinna Evrópudeildina er eini möguleiki liðsins á að komast í Meistaradeild Evrópu. Liðið var 1:0 undir eftir fyrri viðureignina og átti mikið verk fyrir höndum.

„Fyrsti hálftíminn einkenndist af miklum tilfinningum. Hann var frábær. […] Í síðari hálfleik var planið líka að nota þessar tilfinningar en að nota heilann aðeins meira, sem við gerðum á endanum frábærlega,“ sagði Klopp sem talaði einnig um liðið sitt á öðrum nótum.

„Það töluðu allir mikið um liðið áður en ég kom. Það var talað um lítil gæði og slæm kaup. Ég kom hingað vegna þess að mér fannst þeir hafa fínt lið og nú erum við í úrslitaleiknum - Basel - lengra tímabil!” sagði Klopp.

„Við förum til Basel og tökum 50, 60, ekki á vellinum, kannski 100 þúsund. Þetta er falleg borg, nálægt heimili mínu,“ bætti Klopp við í lokin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert