Malmö úrskurðaður sigur

Kári Árnason og félagar í Malmö fá þrjú stig.
Kári Árnason og félagar í Malmö fá þrjú stig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sænska knattspyrnusambandið tilkynnti fyrir stundu að Malmö hefði verið úrskurðaður 3:0 sigur gegn Gautaborg í viðureign liðanna í úrvalsdeildinni 27. apríl en honum var hætt eftir að hvellsprengju var kastað að varamanni Malmö sem var að hita upp.

Staðan var 0:0 og skammt eftir af leiknum þegar atvikið átti sér stað. 

Þrír Íslendingar tóku þátt í leiknum en Viðar Örn Kjartansson og Kári Árnason voru í liði Malmö og Hjörtur Hermannsson var nýkominn inná sem varamaður hjá Gautaborg.

Þetta þýðir að Malmö er komið að hlið Norrköping á toppi deildarinnar með 15 stig eftir sjö umferðir en Gautaborg er í sjöunda sæti deildarinnar með 11 stig.

Malmö mætir Häcken í úrslitaleik sænsku bikarkeppninnar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert