Fyrrum eigendur Liverpool fá tvöþúsund miða

Stuðningsmenn Liverpool á Anfield í gær.
Stuðningsmenn Liverpool á Anfield í gær. AFP

Liverpool og Sevilla munu aðeins fá úthlutað rétt rúmlega 10 þúsund miðum á hvort lið á úrslitaleik Evrópudeildarinnar sem fram fer í Basel þann 18. maí næstkomandi á St. Jakob-Park en völlurinn tekur 35 þúsund áhorfendur í sæti.

Völlurinn er sá næstminnsti sem notaður hefur verið til þess að hýsa þennan viðburð í sögunni. Árið 2014 fór leikurinn fram í Tórínó á Ítalíu þar sem völlurinn var minni.

Tvö þúsund miðar af þeim 10 þúsund miðum sem fara til Liverpool verða seldir til Tom Hicks og George Gille fyrrverandi eigenda félagsins sem seldu það árið 2007 vegna skilyrða sem þeir settu er þeir seldu félagið. Núverandi eigendur, Fenway Sports Group geta ekki breytt neinu um það.

Auk þess fá ákveðnir ársmiðahafarLiverpool allir miða sem þýðir að aðeins fara um 5000 miðar í sölu fyrir almenna stuðningsmenn félagsins. Þess ber þó að geta að Liverpool á 27 þúsund stuðningsmenn sem eiga ársmiða og 32 þúsund stuðningsmenn félagsins mættu á úrslitaleik liðsins gegn Manchester City í deildabikarnum í febrúar.

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool segir lítið hægt að gera í þessari stöðu en hann hefur engu að síður hvatt stuðningsmenn Liverpool til þess að mæta til Basel án þess að hafa miða.

Klopp fagnar sigrinum á Villareal í gær.
Klopp fagnar sigrinum á Villareal í gær. AFP

„Það sem ég hef lært í lífinu er að því sem ég get ekki breytt hugsa ég ekki um. Þetta er frábært tækifæri en við getum ekki breytt um völl. Þetta er fallegur völlur og falleg borg. Það er þess virði að fara þangað jafnvel þó þú hafir ekki miða, bara til þess að njóta borgarinnar. Við getum ekki hugsað um stærð vallarins,” sagði Klopp en UEFA hefur þegar gefið tilmæli til stuðningsmanna að fara ekki nálægt vellinum ef fólk er ekki með miða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert