Landsliðsmaður Kamerún hneig niður á vellinum og lést

Patrick Ekeng í leik með Lausanne árið 2014.
Patrick Ekeng í leik með Lausanne árið 2014. Ljósmynd/wikipedia

Patrick Ekeng, landsliðsmaður Kamerún og leikmaður Dinamo Búkarest í Rúmeníu, fékk hjartaáfall og hneig niður í leik liðsins í kvöld gegn Viitorul í efstu deild þar í landi. Hann var síðar úrskurðaður látinn á spítala.

Eking hneig niður á 70. mínútu í leiknum sem sýndur var í beinni sjónvarpsútsendingu í Rúmeníu og var úrskurðaður látinn tveimur tímum seinna á spítala.

Knattspyrnusmband Kamerún staðfesti andlát hans á Twitter í kvöld og fólk víðs vegar um heim hefur vottað samúð sína vegna sviplegs andláts hans.

Eking, hafði áður spilað fyrir Le Mans í Frakklandi og Lausanne í Sviss. Hann á að baki tvo landsleiki fyrir Kamerún og lék með þeim í Afríkukeppninni árið 2015.

Árið 2003 lést miðjumaður Kamerún, Marc-Vivien Foe eftir að hafa hnigið niður í landsleik Kamerún gegn Kólumbíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert