Áfengisbann í Lens

Stuðningsmenn Tyrklands í leik liðsins gegn Englandi á dögunum.
Stuðningsmenn Tyrklands í leik liðsins gegn Englandi á dögunum. AFP

Borgaryfirvöld í Lens hafa ákveðið að setja á áfengisbann í borginni í kringum leiki sem haldnir verða þar í lokakeppi EM í knattspyrnu karla í júní og júlí. Leikir Englands og Wales, Albaníu og Sviss og Tyrklands og Tékklands í B-riðli keppninnar fara fram í Lens.

Áfengisbannið mun gilda frá sex að morgni leikdaga og fram til sex daginn eftir leik. Lögreglan mun leita í bílum sem fara í kringum leikvanginn og á stuðningsmönnum sem eru á leið á völlinn.

Einungis verður heimilt að kaupa og neyta áfengis á þar til gerðum svæðum inni á leikvanginum í Lens. Ekki verður heimilt að fara með áfengið í stúkuna sjálfa og ströng öryggisgæsla verður í kringum áfengissöluna og stuðningsmenn sem fá sér of mikið í tána verða teknir úr umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert