Finnst Bandaríkjamenn hlaupa of mikið

Andrea Pirlo í leik með Juventus.
Andrea Pirlo í leik með Juventus. AFP

„Það er erfitt að spila í þessari deild. Knattspyrnan er mjög líkamleg, það er mikið hlaupið. Þannig að það er nóg af hreyfingu fyrir mig, en ekki nóg um tækni að mínu mati.“

Þetta segir Andrea Pirlo, ítalski miðjumaðurinn knái, í viðtali við ESPN um bandarísku MLS-deildina en hann hefur leikið fyrir New York City FC síðustu tvö ár. Hann sagði ennfremur að bandarískir knattspyrnumenn á háskólastigi væru styttra á veg komnir en jafnaldrar sínir í Evrópu, þar sem meiri áhersla er lögð á tæknilegu hliðina.

„Þegar ungmenni gerist atvinnumaður í Bandaríkjunum á hann enn langt í land á vellinum,“ sagði Pirlo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert