Lyon vann Meistaradeild Evrópu

Ada Hegerberg, leikmaður Lyon, fagnar marki sínu í leiknum.
Ada Hegerberg, leikmaður Lyon, fagnar marki sínu í leiknum. AFP

Lyon bar sigur úr býtum í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna með sigri gegn Wolfsburg í kvöld. Norska landsliðskonan Ada Hegerberg kom Lyon yfir á 12. mínútu leiksins en Alexandra Popp jafnaði metin þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. 

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1:1 og því þurfti að framlengja leikinn. Ekkert var skorað í framlengingunni og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. 

Þar var Sarah Bouhaddi, markvörður Lyon, hetja liðsins, en hún varði spyrnur sænsku landsliðskonunnar Nillu Fischer og frönsku landsliðskonunnar Elise Bussaglia.

Þetta er í þriðja skipti sem Lyon sigrar í Meistaradeild Evrópu, en liðið vann keppnina árin 2011 og 2012. 

Íslenska landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir mun ganga til liðs við Wolfsburg í sumar frá sænska liðinu Rosengård.

Alexandra Popp, leikmaður Wolfsburg, fagnar marki sínu í leiknum.
Alexandra Popp, leikmaður Wolfsburg, fagnar marki sínu í leiknum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert