Busquets framlengir við Barcelona

Sergio Busquets í baráttu við Saul Niguez hjá Atlético.
Sergio Busquets í baráttu við Saul Niguez hjá Atlético. AFP

Miðjumaðurinn Sergio Busquets hefur framlengt samning sinn við stórveldið Barcelona um fimm ár. Þetta kemur fram á twitter-síðu félagsins.

Busquets er uppalinn leikmaður Barcelona, en faðir hans Carles Busquets var markvörður liðsins á tíunda áratugnum. Hann hefur verið lykilmaður á miðjunni síðan Pep Guardiola var ráðinn þjálfari liðsins árið 2008 og hefur verið krýndur Spánarmeistari sex sinnum og Evrópumeistari þrisvar. 

Orðrómar voru á lofti um að Guardiola, sem var nýlega ráðinn þjálfari Manchester City, væri á höttunum eftir Busquets, en ljóst er að Guardiola neyðist til að leita á önnur mið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert