Samningaviðræður milli Neymar og PSG

Neymar í landsleik með Brasilíu.
Neymar í landsleik með Brasilíu. AFP

Samkvæmt spænskum íþróttamiðlum eru samningaviðræður milli umboðsmanns Neymar og fulltrúa Paris Saint-Germain hafnar. Markmiðið er að ná samkomulagi í næstu viku. 

Neymar, sem leikur með spænskum meistörum Barcelona, kæmi til með að fylla í skarð Zlatan Ibrahimovic sem stjarna Parísarbúa, en Zlatan er á förum frá PSG. Ekkert samkomulag er hins vegar til staðar á milli Barcelona og PSG. Neymar getur losnað undan samningi sínum við spænsku meistarana fyrir 193 milljónir evra.

Neymar vill fá 25 milljónir evra í laun á mánuði. Svo virðist vera að sá brasilíski vilji brjótast út úr skugga Argentínumannsins Lionel Messi hjá Barcelona og vera stjarnan í sínu eigin liði. Leikmaðurinn vill einnig staðfestingu um að PSG komist lengra í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili, en frönsku meistararnir voru slegnir út af Manchester City í 8-liða úrslitum á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert