Björn og Elías á skotskónum

Björn Daníel Sverrisson skoraði í dag.
Björn Daníel Sverrisson skoraði í dag.

Þrettándu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu lauk í dag með sex leikjum en tveir Íslendingar voru á skotskónum. Björn Daníel Sverrisson skoraði fyrir Viking á meðan Elías Már Ómarsson komst á blað hjá Vålerenga.

Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans í Lilleström gerðu 2:2 jafntefli við Sogndal. Árni Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður á 82. mínútu.

Guðmundur Kristjánsson lék allan leikinn er Start tapaði 5:0 fyrir Stabæk. Þá skoraði Björn Daníel Sverrisson fyrra mark Viking í 2:0 sigri á Bodø/Glimt en þetta var þriðja mark hans á tímabilinu. Björn lék allan leikinn í dag en Hannes Þór Halldórsson var hvíldur hjá Bodø/Glimt.

Þrír Íslendingar komu þá við sögu er Aalesund og Vålerenga gerðu 2:2 jafntefli. Elías Már Ómarsson lék allan leikinn hjá Vålerenga og skoraði síðara mark liðsins í leiknum en þetta var annað mark hans á tímabilinu. Aron Elís Þrándarson var í byrjunarliði  Aalesund en var skipt af velli á 62. mínútu. Daníel Leó Grétarsson kom inn á hjá Aalesund í hálfleik.

Staða efstu liða:

1. Rosenborg 32 stig
2. Odd Ballklubb 27 stig
3. Molde 24 stig
4. Strømsgodset 23 stig
5. Viking 23 stig

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert