Ginola kominn heim eftir hjartaáfallið

David Ginola er á batavegi eftir að hafa fengið hjartaáfall.
David Ginola er á batavegi eftir að hafa fengið hjartaáfall. AFP

Franski knattspyrnumaðurinn David Ginola er kominn heim eftir hjartaaðgerð sem hann gekkst undir eftir að hafa fengið hjartaáfall á dögunum. Ginola sem lék meðal annars með PSG, Newcastle United, Tottenham Hotspur, Everton og Aston Villa fékk hjartaáfall þegar hann var að leika sér í knattspyrnu með félögum sínum. 

Ginola hefur jafnað sig eftir hjartaþræðinguna sem hann undirgekkst, en þarf að taka því rólega á næstunni. Hjartaskurðlæknirinn Gilles Dreyfus sem framkvæmdi aðgerðina á Ginola sagði franska knattspyrnumanninn ótrúlega heppinn að vera á lífi. 

„Loksins kominn heim! Kærar þakkir fyrir öll þau frábæru skilaboð full af ást og kærleik sem ég fengið undanfarið,“ sagði Ginola á twitter síðu sinni í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert