Messi á leið í dómsal

Messi mætir í dómsal í vikunni.
Messi mætir í dómsal í vikunni. AFP

Réttarhöld yfir besta knattspyrnumanni í heimi, Argentínumanninum Lionel Messi, hefjast í vikunni í Barcelona.

Leikmaðurinn þarf sjálfur að mæta í réttarsal á morgun en faðir hans er sakaður um að hafa stungið undan hluta af tekjum leikmannsins með því að koma þeim fyr­ir á Belís og í Úrúg­væ árin 2007 og 2009.

Messi og faðir hans eru ákærðir fyrir skattsvik í þremur liðum. Saksóknari krefst tæplega tveggja ára fangelsis yfir feðgunum, verði þeir fundnir sekir.

Réttarhöldin standa yfir fram á fimmtudag en þá mun dómari hlusta á vitnisburð Messi-feðganna. Réttarhöldin standa yfir nokkrum dögum áður en Ameríkukeppnin hefst en Argentína mætir Síle í fyrsta leik 7. júní.

Fyrir tveimur árum greiddu feðgarnir spænskum skattayfirvöldum fimm milljónir evra. Var það gert í þeirri von að málið yrði látið niður falla eða til að milda mögulegan dóm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert