Sorglegt að heyra svona ummæli

Boateng í leik með þýsku meisturunum í Bayern München.
Boateng í leik með þýsku meisturunum í Bayern München. AFP

Þýski knattspyrnumaðurinn Jerome Boateng er sorgmæddur vegna ummæla Al­ex­and­ers Gau­lands, stjórnmálamanns í AfD-flokknum. Gauland sagði í viðtali á laugardag að fólk vildi ekki mann eins og Boateng sem nágranna.

„Það er sorglegt að heyra svona ummæli enn þann dag í dag,“ sagði Boateng eftir að Þýskaland tapaði 3:1 fyrir Slóvakíu í vináttulandsleik í gær.

„Ég er ánægður Þjóðverji. Ég er einnig stoltur, annars myndi ég ekki spila með landsliðinu,“ bætti Boateng við en faðir Boatengs er frá Gana en leikmaðurinn er alinn upp í Þýskalandi.

Ummæli Gaulands vöktu hörð viðbrögð. Rein­h­ard Grindel, for­seta þýska knatt­spyrnu­sam­bands­ins, sagði að Boateng væri frábær leikmaður og yndislegur einstaklingur. Oliver Bier­hoff, framkvæmdastjóri þýska landsliðsins, sagði ummælin ekki svaraverð.

Fyrri frétt mbl.is: „Vill Boateng ekki sem nágranna“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert