Skortur á varnarmönnum í franska liðinu

Raphael Varane er meiddur og fer ekki á EM.
Raphael Varane er meiddur og fer ekki á EM. AFP

Það vantar þekkta varnarmenn í 23 manna landsliðshóp gestgjafa Frakklands fyrir EM, sem tilkynntur var í dag.

Raphael Varane, venjulega fyrsti maður á blað í liði Deschamps, er frá vegna meiðsla og Mamadou Sakho, leikmaður Liverpool, var ekki valinn í undirbúningshópinn vegna þess að hann var í leikbanni sökum ólöglegrar lyfjanotkunar.

Síðan kom á daginn að Sakho var saklaus, en Deschamps vildi ekki svíkja loforð sitt við þá leikmenn sem höfðu verið valdir og því situr Sakho heima. Laurent Koscielny úr Arsenal og Eliaquim Mangala úr Manchester City verða því miðvarðarpar Frakklands á EM.

EM-hópur Frakklands:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert