Hulk til Kína fyrir metfé

Hulk er mættur til Shanghai.
Hulk er mættur til Shanghai. AFP

Kínverska úrvalsdeildarfélagið Shanghai SIPG er við það að ganga frá samningum við brasilíska framherjann Hulk en hann kemur frá Zenit St. Pétursborg í Rússlandi. Hann verður dýrasti leikmaður deildarinnar frá upphafi.

Hulk, sem er 29 ára gamall, hefur leikið með Zenit síðustu fjögur árin en þar áður var hann í portúgalska stórliðinu Porto.

Hann er nú á leið til Kína en hann mun semja við Shanghai SIPG á allra næstu klukkutímum en félagaskiptin gera hann að dýrasta leikmanni deildarinnar. Hann mun kosta Shanghai 58 milljónir evra og bætir þar með met Alex Teixeira sem fór til Jiangsu Suning á 50 milljónir evra í febrúar.

Hulk mun þéna um það bil 20 milljónir evra á ári sem gera hann að launahæsta leikmanni heims en Cristiano Ronaldo þénar um það bil 17 milljónir evra á ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert