Higauain í læknisskoðun hjá Juventus

Gonzalo Higuain í leik með Argentínu gegn Bandaríkjunum í Suður-Ameríkubikarnum …
Gonzalo Higuain í leik með Argentínu gegn Bandaríkjunum í Suður-Ameríkubikarnum í sumar. AFP

Argentínski landsliðsframherjinn Gonzalo Higuain, sem hefur leikið með Napoli síðan árið 2013, er þessa stundina í læknisskoðun hjá Juventus sem er ríkjandi Ítalíu- og bikarmeistari í knattspyrnu karla. 

Higuain hóf feril sinn hjá River Plate þar sem hann skoraði 13 mörk í 35 leikjum. Hann gekk síðan til liðs við Real Madrid, en þar á bæ lék hann 190 leiki og skoraði í þeim leikjum 107 mörk.

Higuain hefur leikið 94 leiki fyrir Napoli og fundið netmöskva andstæðinganna 71 sinni í búningi Napoli. Þá hefur hann leikið 63 landsleiki fyrir Argentínu og komið boltanum í 30 skipti í markið fyrir þjóð sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert