Ronaldo verður áfram í Madrid

Cristiano Ronaldo við opnun á safni um sjálfan sig.
Cristiano Ronaldo við opnun á safni um sjálfan sig. AFP

Allt útlit er fyrir að portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo verði áfram í herbúðum Real Madrid eftir að núgildandi samningur hans við félagið rennur út, en hann mun hefja samningaviðræður við félagið á næstunni. Ronaldo er samningsbundinn Real Madrid til ársins 2018 og kveðst hafa áhuga á að framlengja þann samning.

„Ég ræddi við forseta félagsins [Florentino Perez] í síma nýverið og þegar ég sný til baka til Madrídar munum við ræða málin um framtíð mína og nýjan samning. Það er að sjálfsögðu minn vilji að vera áfram hjá Real Madrid,“ sagði Ronaldo sem hefur skorað 364 mörk í 348 leikjum fyrir Real Madrid síðan hann gekk til liðs við félagið árið 2009

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert