„Þetta er stórt félag með mikla sögu“

Haukur Heiðar Hauksson er að öllum líkindum á leið til …
Haukur Heiðar Hauksson er að öllum líkindum á leið til Leeds. Eggert Jóhannesson

Haukur Heiðar Hauksson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gæti verið á leið til Leeds United í ensku B-deildinni eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum, en viðræður eru í gangi milli AIK og Leeds.

Haukur var í 23-manna landsliðshópnum sem lék á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar en kom þó ekki við sögu.

Hann hefur leikið frábærlega með AIK á þessari leiktíð og hefur frammistaða hans vakið verðskuldaða athygli en Leeds United lagði fram tilboð í hann á dögunum. Hann segir í viðtali við Fótbolta.net að AIK hafi hafnað fyrsta tilboði og sent enska liðinu móttilboð.

Það eru viðræður í gangi milli AIK og Leeds núna. Ég veit að AIK hafnaði fyrsta tilboðinu og sendi móttilboð,“ sagði Haukur við Fótbolta.net í dag.

Það heillar mikið. Þetta er stórt félag sem er með mikla sögu. Mér finnst ég samt líka eiga mikið inni hjá AIK og það yrði ekki heimsendir ef þetta myndi ekki ganga eftir,“ sagði hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert