Misjafnt gengi Íslendinga í Evrópu

Rúnar Már Sigurjónsson lék 90 mínútur með Grasshopper í kvöld.
Rúnar Már Sigurjónsson lék 90 mínútur með Grasshopper í kvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Fjölmargir íslenskir knattspyrnumenn voru í eldlínunni í kvöld þegar leikið var í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leikinn fyrir Grasshopper í 2:1 sigri gegn kýpverska liðinu Apollon Limassol.

Arnór Ingvi Traustason kom inn á sem varamaður á 70. mínútu fyrir austurríska liðið Rapid Wien í 0:0 jafntefli gegn Torpedo Zhodino frá Hvíta-Rússlandi. Þorvaldur Árnason dæmdi leikinn.

Ragnar Sigurðsson sat allan tímann á bekknum þegar FC Krasnodar vann Birkirkara örugglega 3:0 en leikið var á Möltu.

Haukur Heiðar Hauksson lék allan leikinn með sænska liðinu AIK í naumu 1:0 tapi gegn gríska liðinu Panatinaikos.

Hjörtur Hermannsson var ónotaður varamaður hjá Bröndby, þegar danska liðið tapaði 1:0 fyrir Herthu Berlin en leikið var í Þýskalandi.

Hjálmar Jónsson lék síðari hálfleikinn með sænska liðinu Gautaborg sem tapaði nokkuð óvænt á heimavelli fyrir HJK frá Finnlandi. Lokatölur urðu 2:1.

Af öðrum úrslitum má nefna að West Ham United tapaði gegn Domzale frá Slóveníu, 2:1. Mark Noble skoraði mark West Ham úr vítaspyrnu. Blika-banarnir í Jelgava gerðu 1:1 jafntefli gegn Beitar Jerusalem.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert