Króatar hafa eflst síðan 2013

Króatinn Ivan Perisic (t.v.) með tilþrif í leik gegn Portúgal …
Króatinn Ivan Perisic (t.v.) með tilþrif í leik gegn Portúgal á EM í Frakklandi. AFP

Tæplega mánuður er liðinn frá leik Íslands gegn Frakklandi á Evrópumótinu. Andleg líðan hafði náð hæstu hæðum en síðan kom spennufallið, þynnkan sem menn eru nú að jafna sig á.

Þá er tilvalið að horfa fram á við enda styttist óðum í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fer fram í Rússlandi árið 2018. Riðillinn er heldur erfiður, við erum með Úkraínu, Króatíu, Tyrklandi, Finnlandi og Kósóvó. Ekki versti riðillinn en drátturinn hefði getað farið betur.

Fyrsti leikur Íslands í undankeppninni verður gegn Úkraínu í Kíev 5. september. Á evrópskan mælikvarða er leikmannahópur Úkraínu að mestu í meðallagi, flestir leikmennirnir spila með félagsliðum í heimalandinu. Þó eru tvær kanónur sem geta skipt sköpum og vert er að passa sig á. Það eru vængmennirnir Andriy Yarmolenko og Yevhen Konoplyanka, báðir stórhættulegir, að minnsta kosti á vellinum.

Sjá viðhorfsgrein Þorsteins Friðriks í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert