FCK í Meistaradeildina

George Efrem hjá APOEL og William Kvist hjá FCK takast …
George Efrem hjá APOEL og William Kvist hjá FCK takast á á Kýpur í kvöld. AFP

Danska liðið FC Kaupmannahöfn tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu með 1:1 jafntefli gegn APOEL Nicosia á útivelli. 

FCK sigraði samtals 2:1 eftir að hafa unnið 1:0 á heimavelli í fyrri leik liðanna. 

Þýska liðið Borussia Mönchengladbach fór áfram með miklum látum. Liðið rótburstaði Young Boys frá nágrannaríkinu Sviss 6:1 og 9:2 samtals. 

Gamla stórveldið Ajax sem fjórum sinnum hefur sigrað í keppninni fékk slæman skell gegn rússneska liðinu FC Rostov á útivelli 4:1. Ajax féll þar með úr keppni 5:2 samtals. 

Manchester City hafði betur 1:0 gegn Steua frá Búkarest á heimavelli en lítill spenna var fyrir viðureign liðanna eftir 5:0 sigur City í Rúmeníu. 

Framlenging stendur yfir hjá Salzburg og Dinamo Zagreb. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert