Arnór Ingvi í Evrópudeildina

Arnór Ingvi Traustason í baráttu við Christopher Udeh hjá Trencin …
Arnór Ingvi Traustason í baráttu við Christopher Udeh hjá Trencin í kvöld. AFP

Arnór Ingvi Traustason mun spila í Evrópudeildinni í knattspyrnu í vetur. Lið hans, Rapid Vín, komst áfram í kvöld. Aðrir Íslendingar eru úr leik í keppninni. 

Rapid vann Trencin 4:2 samtals og 0:2 tap í kvöld kom ekki að sök. 

Fjöldi Íslendinga voru á ferðinni í kvöld en liðum þeirra gekk illa. 

Gautaborg lið Hjálmars Jónssonar og Elíasar Más Ómarsson tapaði á útivelli 3:0 fyrir Qarabag og 3:1 samtals. 

Bröndby lið Hjartar Hermannssonar gerði 1:1 jafntefli við gríska stórliðið Panathinaikos en tapaði samtals 1:4.

Grasshoppers sem Rúnar Már Sigurjónsson leikur með fékk tyrkneska liðið Fenerbache í heimsókn og tapaði 0:2 og samanlagt 0:5. 

Þá er Íslendingaliðið Rosenborg einnig úr leik í Evrópudeildinni en liðið hafði áður fallið úr keppni í Meistaradeildinni í sumar á grátlegan hátt. Hólmar Örn Eyjólfsson, Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Þórarinsson leika með norsku meisturunum sem tapaði báðum leikjunum gegn Austria Vín 1:2. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert