Birkir mætir Arsenal og PSG

Birkir Bjarnason og félagar í Basel eiga erfiðan riðil fyrir …
Birkir Bjarnason og félagar í Basel eiga erfiðan riðil fyrir höndum sér. AFP

Dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í dag en Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, og félagar hans í svissneska liðinu Basel mæta Arsenal, Paris Saint-Germain og Ludogorets í A-riðli.

Óhætt er að segja að tveir dauðariðlar eru í Meistaradeildinni þetta árið. Í C-riðli eru Barcelona, Manchester City, Borussia Monchengladbach og Glasgow Celtic. Pep Guardiola fer á kunnuglegar slóðir en hann stýrði Barcelona áður en hann tók við Bayern München. Hann tók svo við Manchester City í sumar.

Hinn dauðariðillinn er klárlega F-riðill. Real Madrid, Borussia Dortmund, Sporting Lisabon og Legia Varsjá leika í honum. Madrídingar og Dortmund eiga að fara upp úr þessum riðli en það verður þó áhugavert að sjá hvort Sporting og Legia takist að stríða þeim.

Birkir Bjarnason og félagar í Basel eru í öflugum riðli. Arsenal og Paris Saint-Germain eru stærstu nöfnin í A-riðlinu, svo kemur Basel og svo Ludogorets frá Búlgaríu.

Englandsmeistarar Leicester City fengu þægilegan riðil. Leicester leikur við Porto, Club Brugge og FCK.

Hægt er að sjá dráttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

Drátturinn:

A-riðill: Paris Saint-Germain, Arsenal, Basel, Ludogorets.

B-riðill: Benfica, Napoli, Dynamo Kiev, Besiktas.

C-riðill: Barcelona, Manchester City, Borussia Monchengladbach, Celtic.

D-riðill: Bayern München, Atletico Madrid, PSV Eindhoven, Rostov.

E-riðill: CSKA Moskva, Bayer Leverkusen, Tottenham Hotspur, Monaco.

F-riðill: Real Madrid, Borussia Dortmund, Sporting Lisabon, Legia Varsjá.

G-riðill: Leicester, Porto, Club Brugge, FCK.

H-riðill: Juventus, Sevilla, Lyon, Dinamo Zagreb.

16.53: Þá eru allir riðlarnir klárir. Hægt er að sjá þá hér fyrir ofan.

16.49: Ég veit að þetta er Meistaradeild Evrópu og allt það en það þarf bókstaflega allt að gerast til þess að Leicester fari ekki upp úr G-riðli!

16.47: Við lokum A-riðli með búlgarska liðinu Ludogorets. Þetta er annað sinn sem þeir leika í Meistaradeildinni.

16.43: Birkir Bjarnason og félagar í Basel eru að fara í A-riðil. PSG og Arsenal bíða þeirra. Gladbach er svo þriðja liðið inn í C-riðil með Barcelona og Manchester City.

16.42: Leicester er að fá þokkalegan riðil. Club Brugge er þriðja liðið inn í G-riðilinn.

16.41: PSV fer í hinn dauðariðilinn með Atletico og Bayern.

16.39: Tottenham fer í E-riðil. Þeir eru eflaust sáttir með þetta. Liðið á góða möguleika þarna.

16.38: Lyon er í H-riðli með Juventus og Lyon. Sporting Lisabon fer í dauðarilinn með Real Madrid og Dortmund.

16.33: PEP GUARDIOLA FER TIL BARCELONA!! Barcelona og Manchester City eru saman í C-riðli. Mjög skemmtilegir riðlar til þessa.

16.32: Bayern og Atletico Madrid eru saman í riðli. 

16.30: Arsenal fer í riðil með PSG. Tveir svakalegir riðlar til þessa!

16.29: RISASTÓRT!! Real Madrid fær Borussia Dortmund. Þessi riðill lofar góðu.

16.28: Juventus fær Sevilla. Þeir eru núverandi Evrópudeildarmeistarar, mjög öflugir þar síðustu ár.

16.27: Leicester fær Porto í G-riðlinum. Leicester menn eru eflaust þokkalega sáttir með það bara.

16.26: Liðin í efsta styrkleikaflokki eru komin með riðla. Þá má drátturinn byrja af alvöru.

16.04: Útsendingin er hafin. Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er okkar maður í Meistaradeildinni þetta árið. Hann leikur með Basel sem er í 3. styrkleikaflokki.

15.40: Drátturinn hefst eftir um það bil tuttugu mínútur. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta þróast. Stjörnurnar raðast inn í húsið.

Hér fyrir neðan má sjá öll liðin sem eru í drættinum.

1. flokkur: Barcelona, Real Madrid, Leicester City, Bayern München, Paris Saint-Germain, Benfica, CSKA Moskva og Juventus.

2. flokkur: Atletico Madrid, Borussia Dortmund, Manchester City, Arsenal, Sevilla, Porto, Napoli og Bayer Leverkusen.

3. flokkur: Basel, Tottenham Hotspur, Dynamo Kiev, Lyon, PSV, Sporting Lisabon, Club Brugge og Gladbach.

4. flokkur: Celtic, Monaco, Besiktas, Dinamo Zagreb, FCK, Legia Varsjá, Ludogorets og Rostov.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert