Ég var nokkuð viss

Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson. Ljósmynd/Ståle Linblad

„Ég var nú nokkuð viss um að ég myndi fá að halda starfi mínu áfram hér,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström, í samtali við Morgunblaðið í gær. Stjórn Lilleström komst að þeirri niðurstöðu eftir að hafa fundað um framtíð liðsins á þriðjudagskvöld að Rúnar myndi stýra liðinu áfram.

Þurfum að snúa genginu við

„Þrátt fyrir að þessi fundur hafi verið þvingaður fram af einum eða tveimur stjórnarmönnum sem vildu kannski ræða breytingar var ég nokkuð viss í minni sök. Að vissu leyti er þetta léttir, það er pressa á manni og gengið hefur ekki verið gott upp á síðkastið. Úrslitin hafa ekki verið eins og vonast var eftir og við höfum sogast niður í fallbaráttu. Árangur liðsins hefur ekki verið eftir þeim væntingum sem menn gerðu eftir góða byrjun á tímabilinu,“ sagði Rúnar en Lilleström er í 12. sæti norsku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

„Það voru því einhverjar umræður um þetta en ég var nokkuð öruggur. Nú er það undir mér komið að sjá til þess að við náum að snúa þessu. Við höfum unnið að því í töluverðan tíma og okkur finnst við vera á réttri leið. Vonandi náum við að snúa þessu innan tíðar, annars gæti þetta orðið erfitt.“

Nánar er rætt við Rúnar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert