Hólmfríður með tvö í Meistaradeildinni

Hólmfríður Magnúsdóttir í landsliðstreyju.
Hólmfríður Magnúsdóttir í landsliðstreyju. Eggert Jóhannesson

Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö mörk fyrir lið sitt Avaldsnes frá Noregi þegar það lagði Futebol Benfica 6:1 í undankeppni Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu í dag. 

Hólmfríður var fljót að setja mark sitt á leikinn. Hún skoraði fyrsta markið þegar aðeins tvær mínútur voru liðnar af leiktímanum og bætti öðru markinu við sjö mínútum síðar. 

Avaldsnes hefur svo gott sem gulltryggt sæti í 32 liða úrslitum eftir að hafa unnið tvo fyrstu leikina í undankeppninni svo örugglega að markatalan er jákvæð um 16 mörk. Benfica er í öðru sæti með með þrjú stig og neikvæða markatölu þegar einn leikur er eftir af riðlakeppninni en efsta liðið kemst áfram í 32 liða úrslitin. 

Þórunn Jónsdóttir sat á varamannabekk Avaldsnes og kom ekki við sögu í leiknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert