Markaðsbrella hjá Messi

Lionel Messi hætti við að hætta.
Lionel Messi hætti við að hætta. AFP

Argentínska goðsögnin Diego Armando Maradona heldur því fram að ákvörðun Lionel Messi um að hætta með argentínska landsliðinu í sumar hafi verið markaðsbrella.

Messi, sem er einn besti knattspyrnumaður heims, lagði landsliðsskóna á hilluna eftir að argentínska landsliðið tapaði fyrir Síle í úrslitum Suður-Ameríkubikarsins í sumar. Þetta var þriðji úrslitaleikurinn í röð sem Argentína tapaði og Messi ákvað því að kalla þetta gott.

Hann ákvað að hætta við að hætta á dögunum en Maradona vill meina að það hafi verið markaðsbrella.

„Ég veit ekki hvort þetta var sett upp bara til þess að við myndum gleyma því að Argentína hefur tapað síðustu þremur úrslitaleikjum sínum,“ sagði Maradona.

„Hann sagði fyrst að hann væri búinn að gefast upp og ætlaði að kalla þetta gott en ákveður svo að hætta við að hætta eftir að hafa hugsað sig um í nokkrar vikur,“ sagði hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert