Aron og félagar rassskelltir af meisturunum

Bæjarar fagna einu fjölmargra marka sinna í kvöld.
Bæjarar fagna einu fjölmargra marka sinna í kvöld. AFP

Bayern München hóf titilvörnina sína í Þýskalandi á afar sterkan máta í dag með 6:0 stórsigri á Aroni Jóhannssyni og félögum í Werder Bremen. Leikið var í München.

Pólski framherjinn Robert Lewandowski skoraði þrennu í leiknum en Spánverjinn Xabi Alonso, Frakkinn Franck Ribery og fyrirliðinn Philipp Lahm skoruðu hin mörkin þrjú.

Aron Jóhannsson hóf leikinn sem fremsti maður hjá Bremen og var tekinn af leikvelli á 64. mínútu í stöðunni 3:0. Við það lagaðist spilamennska Bremen ekki neitt og Bæjarar gengu á lagið og  bættu þremur mörkum við.

Leikurinn var eins og lokatölur gefa til kynna algjör einstefna meistaranna og ljóst að leið Arons og félaga er aðeins upp á við héðan í frá. Liðið lenti í 10. sæti þýsku Bundesligunnar á síðasta tímabili.

Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson. Ljósmynd/www.werder.de
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert