Casillas úti í kuldanum

Iker Casillas.
Iker Casillas. AFP

Markvörðurinn Iker Casillas hlaut ekki náð fyrir augum spænska landsliðsþjálfarans Julen Lopetegui þegar hann valdi sinn fyrsta landsliðshóp.

Casillas var ekki valinn í hópinn en Spánverjar mæta Belgum í vináttuleik hinn 1. september áður en þeir etja kappi við Liectenstein í fyrsta leik sínum í undankeppni HM.

Casillas hefur átt sæti í spænska landsliðshópnum undanfarin 16 ár en nú bendir margt til þess að ferli hans með landsliðinu sé lokið. Hann var varamarkvörður á EM í Frakklandi í sumar en David de Gea varð mark Spánverja á mótinu. De Gea er í hópnum og hinir tveir markverðirnir eru Pepe Reina, leikmaður Napoli, og Adrian San Miguel, markvörður West Ham.

Diego Costa, framherji Chelsea, er í hópnum þrátt fyrir að hann hafi alls ekki náð sér á strik með spænska landsliðinu og hefur aðeins náð að skora eitt mark í síðustu 10 leikjum með landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert