Í liði Real Madrid fram á fimmtugsaldur

Cristiano Ronaldo kyssir verðlaunagripinn í gær.
Cristiano Ronaldo kyssir verðlaunagripinn í gær. AFP

Cristiano Ronaldo, sem í gær var kjörinn besti knattspyrnumaður Evrópu tímabilið 2015-16, ætlar sér að verða leikmaður Real Madrid fram á fimmtugsaldur að eigin sögn.

Þessi 31 árs gamli leikmaður, sem stóð uppi með sigurvegari í Meistaradeild Evrópu í ár með Real Madrid og á Evrópumótinu í knattspyrnu með Portúgal, segist vera hjá besta félagi heims og ætla sér að vera þar þangað til hann verðui 41 árs gamall, eins og hann orðaði það sjálfur.

„Ég er hjá besta félagi í heimi og vil setjast í helgan stein 41 árs,“ sagði Ronaldo við BEiN Sports.

„Ég vil setjast í helgan stein hjá Real Madrid vegna þess að þetta er besta félag í heimi. Markmið mitt er að framlengja samning minn og dvelja áfram hjá félaginu sem ég elska,“ sagði Ronaldo.

„Ég vil halda áfram að spila á þessu stigi og ég mun leggja hart að mér til að gera það, alveg eins og ég geri á hverju einasta ári. Ég vona að ég geti unnið fleiri titla. Ég er stoltur af Meistaradeildinni og Evrópumótinu, ég grét í bæði skiptin,“ sagði Ronaldo enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert