17 ára í ítalska landsliðinu

Gianluigi Donnarumma í leik með Milan.
Gianluigi Donnarumma í leik með Milan. AFP

Giampiero Ventura, þjálfari ítalska landsliðsins í knattspyrnu, hefur valið leikmannahópinn fyrir næstu tvo leiki liðsins en annar þeirra er í undankeppni HM.

Antonio Conte lét af störfum eftir Evrópumótið í Frakklandi í sumar og tók Ventura við liðinu en hann gerir fjölmargar breytingar á hópnum.

Gianluigi Donnarumma, 17 ára markvörður AC Milan, er í fyrsta sinn í hópnum en hann er yngsti leikmaðurinn frá 1911 til þess að vera í hópnum.

Donnarumma komst fyrst í sviðsljósið á síðustu leiktíð er hann lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu, þá aðeins 16 ára gamall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert