Látinn fara eftir að hafa greinst HIV-jákvæður

Samuel Nlend skrifaði undir þriggja ára samning við Ittihad of …
Samuel Nlend skrifaði undir þriggja ára samning við Ittihad of Alexandria fyrir fjórum dögum en samningnum hefur nú verið rift. Heimasíða Ittihad of Alexandria

Egypska knattspyrnufélagið Ittihad Alexandria rifti í dag samning sínum við kamerúnska framherjann Samuel Nlend eftir að hann greindist með HIV-veiruna. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið fyrir fjórum dögum.

Nlend, sem er 21 árs gamall, gerði þriggja ára samning við Ittihad fyrir fjórum dögum.

Egypski knattspyrnumiðillinn KingFut greindi frá því í dag að Nlend hefði greinst með HIV-veiruna í læknisskoðuninni og ákvað því félagið að rifta samningnum við leikmanninn.

Málið hefur vakið mikla reiði á samfélagsmiðlum og eru vinnubrögð Ittihad fordæmd, en talið er að félagið hafi ekki getað fengið atvinnuleyfi fyrir hann þar sem hann stóðst ekki læknisskoðunina.

Það þykir þó líklegt að Nlend hefji málaferli gegn Ittihad fyrir að leka trúnaðarupplýsingum í fjölmiðla.

Nlend á að baki sex leiki og eitt mark fyrir kamerúnska landsliðið, en hann spilaði með liðinu í Afríkukeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert