Kolbeinn mættur til Istanbúl

Kolbeinn Sigþórsson í baráttunni með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu gegn …
Kolbeinn Sigþórsson í baráttunni með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu gegn Portúgal á EM 2016. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er mættur til Istanbúl, en hann verður að öllum líkindum kynntur til sögunnar sem leikmaður tyrkneska félagsins Galatasaray seinna í dag. 

Talið er að Kolbeinn gang til liðs við Galatasaray sem lánsmaður frá Nantes, en Kolbeinn gekk til liðs við franska félagið fyrir síðustu leiktíð og skoraði þrjú mörk í 26 deildarleikjum fyrir liðið.

Galatasaray er sigursælasta félag Tyrklands, en liðið hafnaði í sjötta sæti tyrknesku efstu deildarinnar á síðasta keppnistímabili og er ríkjandi bikarmeistari.

Hér að neðan má sjá myndskeið af Kolbeini við komuna til Istanbúl, en þar er hann ásamt Andra Sigþórssyni, bróður sínum og umboðsmanni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert