Dýrkeypt fagnaðarlæti (myndskeið)

Dresevic var rekinn af leikvelli þegar hann fagnaði þriðja marki …
Dresevic var rekinn af leikvelli þegar hann fagnaði þriðja marki sínu. mbl.is/Eggert

Varnarmaðurinn Medi Dresevic var rekinn af leikvelli skömmu eftir að hann skoraði þriðja mark sitt í leik Norrby og Tvååker í sænsku þriðju deildinni í knattspyrnu á mánudag.

Dresevic skoraði þriðja mark sitt og kom Norrby í 5:1 nokkrum mínútum fyrir leikslok. Varnarmaðurinn fór óvenjulega leið í fögnuðinum en hann hljóp upp í stúku, settist þar og klappaði fyrir sjálfum sér.

Þegar hann skokkaði aftur inn á völlinn fékk hann gult spjald enda mega leikmenn ekki fara út af vellinum án þess að fá til þess leyfi dómara. Umrætt spjald var annað gula spjald Dresevic í leiknum og honum þar með vísað af leikelli.

Myndskeið af markinu og rauða spjaldinu má sjá hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert