Viðar níundi dýrasti leikmaður Svíþjóðar

Viðar Örn ásamt Jordi Cruyff íþróttastjóra Maccabi Tel-Aviv.
Viðar Örn ásamt Jordi Cruyff íþróttastjóra Maccabi Tel-Aviv. Ljósmynd/www.maccabi-tlv.co.il

Samkvæmt úttekt sem birtist í sydsvenskan.se er framherjinn Viðar Örn Kjartansson níundi dýrasti leikmaðurinn sem seldur er frá sænsku knattspyrnufélagi. Viðar Örn var seldur frá Malmö til ísraelska félagsins Maccabi Tel-Aviv á rúmlega 500 milljónir íslenskra króna.  

Þá er Viðar Örn er dýrasti leikmaður sem ísraelskt félag hefur keypt. Viðar Örn skildi við Malmö á toppi sænsku efstu deildarinnar í knattspyrnu karla, en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar eins og sakir standa með 14 mörk.

Zlatan Ibrahimovic er efstur á fyrrgreindum lista, en hann kostaði rúman einn milljarð íslenskra þegar hann var seldur frá Malmö til Ajax. Marcus Rosenberg, fyrrverandi samherji Viðars Arnar hjá Malmö, er annar á listanum, en hann kostaði rúmar 600 milljónir íslenskra þegar hann færði sig um set frá Malmö til Ajax.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert