Ronaldo ekki í nógu góðu formi

Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, í leik liðsins gegn Las …
Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, í leik liðsins gegn Las Palmas um helgina. AFP

Cristiano Ronaldo var augljóslega afar óánægður með að vera tekinn af velli þegar Real Madrid gerði 2:2 jafntefli gegn Las Palmas um helgina. Gullem Balague, sérfræðingur Skysports um spænska boltann segir að Ronaldo eigi fremur að beina reiðinni að sjálfum sér en Zinedine Zidane, knattspyrnustjóra Real Madrid. 

„Ronaldo var tekinn af velli af taktískum ástæðum í fyrsta skipti sem leikmaður Real Madrid. Einungis Zidane hefur verið nógu hugaður til þess að gera. Líkamlegur styrkur Ronaldos hefur minnkað undanfarið og hann hafði ekki nógu mikinn kraft til þess að taka leikmann Las Palmas á og skilaði sér ekki inn í vítateig Las Palmas. Af þeim sökum var hann tekinn af velli,“ sagði Balague í pistli sínum á Skysports.  

„Ronaldo er nýkominn inn á völlinn aftur eftir tveggja mánaða fjarveru vegna meiðsla og hann mun ná fyrri líkamlegum styrk fljótlega. Það er tímaspursmál hvenær Ronaldo fer að setja mark sitt á leik Real Madrid með markaskorun sinni á nýjan leik. Ronaldo var reiður yfir því að vera tekinn af velli, en hann ætti að líta til þess að hann er ekki i nógu góðu líkamlegu formi í stað þess að beina reiði sinni að Zidane,“ sagði Balague enn fremur í pistli sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert