Fullt hús hjá Leicester - Stórmeistarajafntefli í Dortmund

Leicester komst í kvöld á topp G-riðils í Meistaradeild Evrópu, Real Madrid og Dortmund gerðu stórmeistarajafntefli og Tottenham vann afar mikilvægan sigur á CSKA Mosku í E-riðli. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Tottenham vann afar mikilvægan sigur á CSKA Moskvu í E-riðli, 1:0, þar sem Son skoraði eina mark leiksins og sitt þriðja í tveimur leikjum. Í sama riðli gerðu Bayer Leverkusen og Mónakó, 1:1, þar sem Javier Hernandez, Mexíkóinn markheppni, skoraði mark Leverkusen en Kamil Glik jafnaði metin fyrir furstadæmið í uppbótartíma. Mónakó hefur fjögur stig í toppsætinu, en Tottenham tvö í 2. sæti. Leverkusen hefur tvö stig í 3. sæti. Moskva hefur eitt.

Í F-riðli skildu Dortmund og Real Madrid jöfn, 2:2 og hafa liðin bæði fjögur stig í 1. og 2. sæti riðilsins en Dortmund er með betri markatölu. Mörk Real Madrid skoruðu Cristiano Ronaldo og varnarmaðurinn Raphael Varane eftir sendingu Ronaldos á 68. mínútu. Pierre-Emerick Aubameyang jafnaði fyrir Dortmund rétt fyrir hálfleik og þremur mínútum fyrir leikslok jafnaði Andre Schuerrle metin, 2:2.

Í sama riðli vann Sporting CP Legia Varsjá, 2:0 en mörk heimamanna frá Portúgal skoruðu Bryan Ruiz og Bas

Í G-riðli tyllti Leicester sér á toppinn með sigri á Porto þar sem Islam Slimani skoraði eina mark kvöldsins. Í sama riðli vann FC København frábæran 3:0 sigur á Club Brügge en liðið er í 2. sæti riðilsins með fjögur stig. Leicester hefur sex stig og fullt hús stiga.

Í H-riðli unnu Juventus og Sevilla bæði sigra. Juventus vann Dinamo Zagreb örugglega, 4:0. Þar skoruðu þeir Miralem Pjanic, Gonzalo Huguain, Paulo Dybala fyrir Tórínóliðið en Adrian Semper bætti við því fjórða í eigið net. Sevilla vann svo góðan sigur á Lyon, 1:0. Eina mark leiksins skoraði Wissam Ben Yedder. Juventus og Sevilla hafa bæði fjögur stig í 1. og 2. sæti en Frakkarnir frá Lyon eru skammt undan með þrjú stig.

Úrslit kvöldsins:

E-riðill:
0:1 CSKA Moskva - Tottenham
1:1 Mónakó - Bayer Leverkusen

F-riðill:
1:2 Borussia Dortmund - Real Madrid

2:0 Sporting CP - Legia Varsjá

G-riðill:
4:0 FC København - Club Brügge
1:0 Leicester City - Porto

H-riðll:
0:4 Dinamo Zagreb - Juventus
1:0 Sevilla - Lyon

20:39 leikjunum er lokið!

20:35 Dramatík í Westfalen, Dortmund að jafna, Andre Schuerrle þar að verki! Staðan 2:2. Mathias Joergensen skorar einnig fjórða mark Kaupmannahafnar og gulltryggir sigur þeirra.

20:30 Juventus er að pakka Zagreb saman, Adrian Semper, skorar sjálfsmark, þar sem staðan í Króatíu er 4:0 fyrir Ítalanna.

20:19 Mark! Bayer Leverkusen að komast yfir gegn Mónakó! Staðan í furstadæminu 1:0 en Javier Hernandez, Mexíkóinn markheppni, skorar mark þeirra.

20:16 Mörk! Fedrico Santander kemur FC København í 3:0 gegn Club Brügge sem á ekki séns í heimamenn. Þá er Tottenham komið yfir í Rússlandi. Heung-min Son er sjóðandi heitur þessa dagana og kemur þeim í 1:0 á 71. mínútu.

20:10 MARK! Raphael Varane kemur Real Madrid yfir gegn Dortmund eftir sendingu frá Cristiano Ronaldo.

20:05 MARK! Thomas Delaney skorar stórkostlegt mark með langskoti í stöng og inn langt utan vítateigs og kemur Købenavn í 2:0 gegn Club Brügge.

20:00 Mark! Paulo Dybala kemur Juventus í 3:0 og Ludwig Augustinsson klúðrar víti fyrir Kaupmannahöfn gegn Club Brügge og lætur verja frá sér.

19:55 MÖRK! FC København komið yfir gegn Club Brügge með sjálfsmarki Stefano Denswil! Staðan þar 1:0 og Kaupmannahafnabúar í góðri stöðu í sínum riðli eftir jafntefli gegn Porto í síðustu umferð. Þá er Sevilla komið yfir gegn Lyon, 1:0, en markið gerði Yedder.

19:48 Síðari hálfleikur hafinn!

19:33 kominn hálfleikur í leikjunum!

19:29 MARK! Pierre-Emerick Aubameyang jafnar metin fyrir Dortmund gegn Real Madrid við gríðarlegan fögnuð heimamanna! Staðan 1:1.

19:18 MÖRK! Gonzalo Higuain var að koma Juventus í 2:0 og þá er Sporting CP komið í 2:0 með mörkum frá Bryan Ruiz og Bas Dost.

19:12 MÖRK! Islam Slimani kemur Leicester yfir gegn Porto, 1:0. Miralem Pjanic kemur Juventus yfir gegn Zagreb, 1:0.

19:02 MARK! Christiano Ronaldo er búinn að koma Real Madrid yfir á Westfalen vellinum í Dortmund. Fær boltann óvænt í teignum og skorar. Fagnar með Zidane og gefur honum fimmu. 

18:45  Leikirnir eru farnir af stað.

18:00 Byrjunarliðin má sjá hér að neðan.

E-riðill:

CSKA Moskva: Akinfeev, Fernandes, Wernbloom, Ignashevich, Tosic, Milanov, Traore, Golovin, Berezutski, Eremenko, Schennikov
Tottenham: Lloris; Trippier, Alderweireld, Vertonghen, Davies; Wanyama, Dele; Lamela, Eriksen, Son; Janssen

MónakóSubasic; Raggi, Glik, Jemerson, Sidibé; Fabinho, Bakayoko; Lemar, Moutinho, Bernardo Silva; Germain.
Bayer Leverkusen: Leno; Bender, Tah, Toprak, Henrichs; Brandt, Aránguiz, Kampl, Calhanoglu; Volland, Chicharito. 

F-riðill:

Borussia Dortmund: Burki; Schmelzer, Ginter, Sokratis, Piszczek; Weigl, Guerreiro; Castro, Gotze, Dembele; Aubameyang.
Real MadridNavas; Carvajal, Varane, Ramos, Danilo; Kroos, Modric; Bale, Rodriguez, Ronaldo; Benzema.

Sporting CP Rui Patrício, Jefferson, Semedo, Coates, João Pereira, William Carvalho, Bruno César, A Silva, Gelson Martins, Ruiz, Dost
Legia Varsjá: Malarz, Hloušek, Czerwiński, Rzeźniczak, Bereszyński, Jodłowiec, Moulin, Guilherme, Radović, Langil, Nikolić.

G-riðill:

FC KøbenhavnOlsen, Ankersen, Jørgensen, Johansson, Augustinsson, Verbič, Kvist, Delaney, Falk, Santander, Cornelius.
Club BrüggeButelle, van Rhijn, Poulain, Denswil, De Bock, Simons, Vormer, Claudemir, Vanaken, Vossen, Izquierdo.

Leicester City: Schmeichel, Hernandez, Drinkwater, Morgan, Huth, Vardy, Albrighton, Amartey, Slimani, Mahrez, Fuchs.
PortoCasillas, Layun, Felipe, Marcano, Alex Telles, Danilo, Andre Andre, Torres, Otavio, Andre Silva, Adrian Lopez.

H-riðill:

Dinamo ZagrebSemper, Situm, Sigali, Schildenfeld, Pivaric, Antolic, Benkovic, Jonas, Soudani, Fernández, Pavicic.
JuventusBuffon, Barzagli, Bonucci, Chiellini, Dani Alves, Khedira, Hernanes, Pjanic, Evra, Dybala, Higuain.

SevillaRico; Mariano, Mercado, Pareja, Escudero; N'Zonzi; Nasri, Vazquez, Vitolo; Vietto, Ben Yedder
LyonLopes; Gaspar, Mapou, Nkoulou, Morel, Rybus; Darder, Gonalons, Tolisso; Cornet, Fekir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert