Birkir og félagar töpuðu fyrir Arsenal

Birkir Bjarnason á fleygiferð með Basel gegn Ludogorets í fyrstu …
Birkir Bjarnason á fleygiferð með Basel gegn Ludogorets í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópu. AFP

Birkir Bjarnason og félagar hans hjá Basel þurftu að sætta sig við 2:0 tap þegar liðið mætti Arsenal í annarri umferð í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla kvöld. Theo Walcott skoraði bæði mörk Arsenal í leiknum, en bæði mörk hans komu eftir undirbúning frá Alexis Sanchez.  

PSG fór með 3:1 sigur af hólmi gegn Ludogorets í hinum leik A-riðilsins, en PSG lenti undir í leiknum og svaraði síðan fyrir sig með þremur mörkum. Edinson Cavani skoraði tvö marka PSG eftir að Blaise Matuidi jafnaði metin fyrir gestina frá París.

Arsenal og PSG hafa fjögur stig eftir sigra sína, en Basel og Ludogorets hafa hins vegar eitt stig hvort. Það lítur því út fyrir að Arsenal og PSG muni fara áfram í 16 liða úrslit keppninnar úr A-riðlinum eins og við var búist og Basel og Ludogorets berjist um sæti í Evrópudeildinni.

Besiktas og Dynamo Kiev gerðu 1:1 jafntefli í B-riðli keppninnar. Ricardo Quaresma kom Besiktas yfir með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Viktor Tsigankov tryggði síðan Dynamo Kiev stig með jöfnunarmarki sínu. 

Napoli vann öruggan 4:2 sigur gegn Benfica í hinum leik B-riðilsins. Dries Mertens skoraði tvö marka Napoli í leiknum og Marek Hamsik og Arkadiusz Milik sitt markið hvort. Markið sem Milik skoraði var úr vítaspyrnu. 

Varamennirnir Goncalo Guedes og Eduardo Salvio löguðu síðan stöðuna fyrir Benfica undir lok leiksins, en endurkoma gestanna frá Lissabon hófst of seint og niðurstaðan þægilegur sigur hjá Napoli. 

Napoli er í góðri stöðu eftir þennan sigur, en liðið trónir B-riðilsins með sex stig. Besiktas er í öðru sæti með tvö stig og Benfica og Dynamo Kiev hafa síðan eitt stig hvort.  

Það voru síðan nokkuð óvænt tíðindi á Celtic Park þar sem Celtic gerði 3:3 jafntefli við Manchester City í C-riðli keppninnar. Moussa Dembele skoraði tvö marka Celtic og Kieran Tierney bætti við þriðja marki Celtic. 

Fernandinho, Raheem Sterling og Nolito sáu hins vegar til þess að Manchester City næði í stig, en Manchester City jafnaði þrisvar sinnum í leiknum. 

Barcelona vann 2:1 seiglusigur í hinum leik C-riðslins. Thorgan Hazard kom Borussia Mönchengladbach yfir þegar hann batt endahnútinn á snarpa og vel útfærða skyndisókn liðsins.

Arda Turan jafnaði metin fyrir Barcelona þegar hann hamraði boltann í þaknetið úr nokkuð þröngu færi. Yann Sommer, markvörður Borussia Mönchengladbach, gerði sig síðan sekan um slæm mistök þegar hann missti boltann klaufalega frá sér og Gerard Pique nýtti sér mistök hans og tryggði Barcelona sigurinn með skoti af stuttu færi. 

Barcelona er með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og situr á toppi C-riðilsins. Manchester City er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig. Celtic er síðan í þriðja sæti með eitt stig og Borussia Mönchengladbach er án stig á botni riðilsins. 

Atletíco Madrid tyllti sér á topp D-riðilsins með 1:0 sigri sínum gegn Bayern München. Það var Yannick Ferreira-Carrasco sem skotaði sigumark Atletíco Madrid sem hefur borið sigur úr býtum í fyrstu tveimur leikjum riðlakeppninnar.

Bayern München er síðan í öðru sæti riðilsins með þrjú stg. FC Rostov og PSV Eindhoven eru síðan með eitt stig hvort, en liðin fengu stig sín þegar liðin skiptust á jafnan hlut í kvöld. Lokatölur í leik FC Rostov og PSV Eindhoven urðu 2:2, en Dmitry Poloz skoraði bæði mörk FC Rostov og Davy Pröpper og Luuk de Jong sitt markið hvor fyrir PSV Eindhoven. 

Úrslit í leikjum kvöldsins og markaskorarar:

A-riðill

Arsenal - Basel, 2:0
Theo Walcott 7., 26.  
Ludogorets - PSG, 1:3 
Natanael 16. - Blaise Matudi 41., Edinson Cavani 56., 60.   

B-riðill 

Besiktas - Dynamo Kiev, 1:1
Ricardo Quaresma 29. - Viktor Tsigankov 65. 
Napoli - Benfica, 4:2
Marek Hamsik 20., Dries Mertens 51., 58., Arkadiusz Milik (víti) 54. - Goncalo Guedes 71., Eduardo Salvio 86.  

C-riðill 

Borussia Mönchengladbach - Barcelona, 1:2
Thorgan Hazard 34. - Arda Turan 65., Gerard Pique 74. 
Celtic - Manchester City, 3:3
Moussa Dembele 3., 47, Kieran Tierney 20. - Fernandinho 12., Raheem Sterling 28., Nolito 55.   

D-riðill

Atletíco Madrid - Bayern München, 1:0
Yannick Ferreira-Carrasco 35. 
FC Rostov - PSV Eindhoven, 2:2
Dmitry Poloz 9., 38. - Davy Pröpper 14., Luuk de Jong 45. 

90. Leikjum kvöldsins er lokið. 

86. MAAARK. Napoli - Benfica, 4:2. Eduardo Salvio minnkar muninn enn frekar fyrir Benfica, en Salvio kom inná sem varamaður líkt og Guedes sem skoraði fyrra mark Benfica.  

74. MAAARK. Borussia Mönchengladbach - Barcelona, 1:2. Gerard Pique kemur Barcelona yfir með skoti af stuttu færi eftir að YannSommer, markvörður Borussia Mönchengladbach, hafði misst boltann klaufalega frá sér. 

71. MAAARK. Napoli - Benfica. 4:1. Goncalo Guedes sem er tiltölulega nýkominn inná sem varamaður klórar í bakkann fyrir Benfica. 

65. MAARK. Besiktas - Dynamo Kiev, 1:1. Viktor Tsigankov jafnar metin fyrir Dynamo Kiev.  

65. Borussia Mönchengladbach - Barcelona, 1:1. Arda Turan jafnar metin fyrir Barcelona þegar hann skorar með skoti úr þröngu færi sem endar í þaknetinu á marki Borussia Mönchengladbach.  

60. MAAARK. Ludogorets - PSG, 1:3. Edinson Cavani tvöfaldar forystu PSG með öðru marki sínum í leiknum. Cavani mætir fyrirgjöf sem kemur á nærsvæðið og skorar með góðu skoti á nærstöngina. 

58. MAAARK. Napoli - Benfica, 4:0. Napoli er að kafsigla Benfica. Dries Mertens nýtir sér slæmt úthlaup hjá Julio Cesar, markverði Benfica, og skorar annað mark sitt í leiknum með skoti af stuttu færi. 

56. MAAARK. Ludogorets - PSG, 1:2. Edinson Cavani kemur PSG yfir með góðum skalla eftir aukaspyrnu utan af velli. 

55. MAAARK. Celtic - Manchester City, 3:3. Mörkunum heldur áfram að rigna á Celtic Park. Nolito fylgir eftir skoti David Silva og skorar með skoti í autt markið. Manchester City jafnar metin í þriðja sinn í leiknum. 

54. MAARK. Napoli - Benfica, 3:0. Arkadiusz Milik fer langt með að tryggja sigur Napoli þegar hann skorar þriðaj mark heimamanna úr vítaspyrnu. Spyrna Milik er góð og endar neðst í markhorninu vinstra megin frá Milik séð. 

51. MAAARK. Napoli - Benfica, 2:0. Dries Mertens tvöfaldar forystu Napoli með marki beint úr aukaspyrnu. 

47. MAAARK. Celtic - Manchester City, 3:2. Markaveisla á Celtic Park þar sem Moussa Dembele skorar annað mark sitt í leiknum og kemur Celtic yfir í þriðja skipti í leiknum. 

46. Seinni hálfleikur er hafinn í leikjum kvöldsnis. 

45. Hálfleikur í leikjum kvöldsins.

45. MAAARK. FC Rostov, 2:2. Luuk de Jong jafnar metin fyrir PSV Eindhoven skömmu fyrir hálfleikinn með skalla af stuttu færi. PSV Eindhoven hefur nú jafnað metin tvívegis í leiknum.  

41. MAAARK. Ludogorets - PSG, 1:1. Blaise Matudi jafnar metin fyrir PSG. 

38. MAAARK. FC Rostov - PSV Eindhoven, 2:1. Dmitry Poloz skorar annað mark sitt leiknum og kemur FC Rostov yfir á nýjan leik. Poloz skorar með viðstöðulausu skoti rétt utan vítateigs PSV Eindhoven. 

35. MAAARK. Atletíco Madrid - Bayern München, 1:0. Yannick Ferreira-Carrasco kemur Atletíco Madrid yfir. Carrasco tekur boltann vel með sér og skorar með hnitmiðuðu skoti af vítateigslínunni á vítateig Bayern München sem fer í stöngina og inna. 

34. MAAARK. Borussia Mönchengladbach - Barcelona, 1:0. Thorgan Hazard rekur endahnútinn á góða skyndisókn Borussia Mönchengladbach.

29. MAARK. Besiktas - Dynamo Kiev, 1:0. Ricardo Quaresma kemur Besiktas yfir með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Skot Quaresma syngur í samskeytunum á marki Dynamo Kiev. 

28. MAAARK. Celtic - Manchester City, 2:2. Raheem Sterling bætir upp fyrir að hafa sett boltann í eigið net áðan og jafnar metin fyrir Manchester City. David Silva sendir góða stungusendingu á Sterling sem klárar færið af mikilli yfirvegun. Sterling leikur á Craig Gordon og rennir boltanum í netið.  

26. MAAARK. Arsenal - Basel, 2:0. Aftur er það Theo Walcott sem skorar fyrir Arsenal og kemur liðinu tveimur mörkum yfir. Alexis Sanchez er aftur arkitektinn að marki Arsenal. Walcott fer í veggspil við Sanchez og skorar með föstu skoti af vítateigshorninu á vítateig Basel sem fer í stöngina og inn.  

20. MAAARK. Celtic - Manchester City, 2:1. Celtic eru ekki af baki dottnir og skot Kieran Tierney fer í Raheem Sterling og þaðan í netið. 

20. MAAARK. Napoli - Benfica, 1:0. Marek Hamsik kemur Napoli yfir með marki með skalla af nærstönginni eftir hornspyrnu. Þetta var virkilega vel af sér vikið hjá Hamsik, en vinkillinn í skallafærinu hans var þröngur 

16. MAAAKR. Ludogorets - PSG, 1:0. Óvænt tíðindi frá Búlgaríu þar sem Natanael var að koma Ludogorets yfir með marki beint úr aukaspyrnu. Varnarveggur PSG og Areola, markvörður PSG, hefðu getað gert betur í þessu marki. 

14. MAAARK. FC Rostov - PSV Eindhoven, 1:1. Adam var ekki lengi í paradís hjá heimamönnum þar sem Davy Pröpper jafnar metin fyrir PSV Eindhoven með skoti af vítateigslínunni á vítateig FC Rostov sem hefur viðkomu í varnarmanni FC Rostov á leiðinni í markið. 

12. MAAARK. Celtic - Manchester City, 1:1. Jöfnunarmark Manchester City kom úr nokkuð óvæntri átt, en Fernandinho var skyndilega einn á auðum sjó í vítateig Celtic og hann klárar færið með hnitmiðuðu skoti. 

9. MAAARK. FC Rostov - PSV Eindhoven, 1:0. Dmitry Poloz skorar fyrsta mark FC Rostov í sögu félagsins í Meistaradeild Evrópu og kemur liðinu yfir. FC Rostvov fékk slæman 5:0 skell gegn Bayern München í fyrstu umferð riðlakeppninnar og eru að bíta frá sér í þessum leik.  

7. MAAARK. Arsenal - Basel, 1:0. Theo Walcott kemur Arsenal með skalla af stuttu færi eftir hárnákvæma fyrirgjöf frá Alexis Sanchez. Slæm byrjun hjá Birki Bjarnasyni og félögum hans hjá Basel. 

3. MAAARK. Celtic - Manchester City, 1:0. Óvænt tíðindi á Celtic Park þar sem Moussa Dembele kemur Celtic yfir með marki af stuttu færi eftir aukaspyrnu. Celtic tapaði, 7:0, fyrir Barcelona í fyrstu umferð riðlakeppninnar og ætla greinilega að bæta fyrir þá niðurlægingu. 

1. Leikir kvöldins eru hafnir. 

Byrjunarlið liðanna má sjá hér að neðan:

A-riðill

Arsenal: Ospina - Bellerin, Mustafi, Koscielny, Monreal, Xhaka, Cazorla, Walcott, Ozil, Iwobi, Alexis Sánchez.

Basel: Vaclik - Lang, Suchy, Xhaka, Balanta, Traoré, Birkir Bjarnason, Zuffi, Fransson, Doumbia, Steffen. 

Ludogorets: Stoyanov - Natanael, Moti, Palomino, Minev, Dyakov, Anicet, Wanderson, Marcelinho, Misidjan, Cafu. 

PSG: Areola - Aurier, Maxwell, Silva, Marquinhos, Motta, Verratti, Matuidi, Lucas, Di Maria, Cavani.

B-riðill

Besiktas. Fabri - Beck, Marcelo, Tošić, Adriano, Tolgay, Atiba, Quaresma, Talisca, Erkin, Aboubakar.

Dynamo Kiev: Rudko - Morozyuk, Khacheridi, Vida, Antunes, Rybalka, Yarmolenko, Garmash, Buyalsky, Gonzalez, Moraes. 

Napoli: Reina - Hysaj, Koulibaly, Albiol, Ghoulam, Allan, Jorginho, Hamšík, Callejón, Milik, Mertens.

Benfica: Cesar - Nelsinho, Lopez, Lindelöf, Grimaldo Garcia, Almeida, Fejsa, Horta, Pizzi, Carrillo, Mitroglou. 

C-riðill

Borussia Mönchengladbach: Sommer - Christensen, Kramer, Dahoud; Hazard, Raffael, Stindl, Traore, Wendt, Korb, Elvedi.

Barcelona: Ter Stegen - Piqué, Rakitic, Sergio, Iniesta, Suárez, Neymar, Mascherano, Alcácer, J.Alba, S.Roberto.

Celtic: Gordon - Lustig, Toure, Sviatchenko, Tierney, Bitton, Brown, Forrest, Rogic, Sinclair, Dembele.

Manchester City: Bravo - Zabaleta, Otamendi, Kolarov, Clichy, Fernandinho, Gundogan, Silva, Sterling, Nolito, Agüero.

D-riðill

Atletíco Madrid: Oblak - Juanfran, Savić, Godín, Filipe Luís, Koke, Ñíguez, Gabi, Carrasco, Griezmann, Torres.

Bayern München: Neuer - Lahm, Boateng, Martínez, Alaba, Vidal, Alonso, Thiago, Müller, Lewandowski, Ribéry. 

FC Rostov: Dzhanaev - Terentjev, César Navas, Granat, Mevlja, Kalachev, Gatcan, Noboa, Erokhin, Poloz, Azmoun.

PSV Eindhoven: Zoet - Arias, Schwaab, Isimat, Moreno, Wilems, Pröpper, Hendrix, Guardado, De Jong, Narsingh.  

Paris Saint-Germain's Spanish head coach Unai Emery gestures during the …
Paris Saint-Germain's Spanish head coach Unai Emery gestures during the UEFA Champions League Group A football match between Ludogorets Razgrad and Paris Saint-Germain (PSG) at Vasil Levski National Stadium in Sofia on September 28, 2016. / AFP PHOTO / NIKOLAY DOYCHINOV AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert