Er sár og svekktur

Eiður Smári Guðjohnsen á ferðinni á EM í Frakklandi í …
Eiður Smári Guðjohnsen á ferðinni á EM í Frakklandi í sumar. mbl.is/Skapti

Ekkert verður af því að Eiður Smári Guðjohnsen spili með Pune City í indversku ofurdeildinni í knattspyrnu sem hefst í byrjun næsta mánaðar vegna meiðsla og óvissa ríkir um framhaldið á hans langa og glæsilega ferli. Eiður sagði skilið við norska úrvalsdeildarliðið Molde í síðasta mánuði og í kjölfarið gekk hann í raðir Pune City.

Eiður Smári var rétt að koma til síns heima í Barcelona þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær.

„Ég er auðvitað sár og svekktur yfir þessu enda hlakkaði ég mikið til að byrja að spila í þessari deild þar sem áhuginn er mjög mikill. Ég var kominn út og í rauninni bara að bíða eftir að tímabilið hæfist,“ sagði Eiður Smári í samtali við Morgunblaðið.

Tek ákvörðun út frá leiðsögn lækna

„Ég fékk einhvern kipp í kálfann í æfingabúðunum sem við vorum í á Spáni. Ég hvíldi í nokkra daga en eftir að ég kom svo út til Indlands fann ég aftur fyrir þessu. Ég fór því rólega af stað en þegar ég var að taka sprett á æfingu nokkru síðar fann ég sting neðst við ökklann. Það gæti hafa rifnað einhver festing við hásin. Ég fór í myndatöku og mun fara aftur í vikunni þegar ég hitti lækni hér á Spáni. Ég mun síðan taka ákvörðun út frá hans leiðsögn hvort ég fari í endurhæfingu eða aðgerð. Það var strax ljóst að með þessu væri útséð með að ég gæti tekið þátt í tímabilinu með Pune City. Þessi deild er spiluð eins og hraðmót. Þetta eru bara fjórtán leikir á tveimur mánuðum og síðan undanúrslit og úrslit,“ sagði Eiður Smári.

Viðtalið við Eið Smára má sjá í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert