Berst fyrir lífi sínu

Ivan Klasnic fagnar marki með Bolton.
Ivan Klasnic fagnar marki með Bolton. www.bwfc.co.uk

Ivan Klasnic, fyrrverandi landsliðsmaður Króata í knattspyrnu, sem leikið með með liðum í Þýskalandi, Englandi og í Frakklandi berst nú fyrir lífi sínu.

Klasnic, sem er 36 ára gamall, hefur gengist undir tvær nýrnaígræðslu aðgerðir þar sem hann hefur fengið nýru frá foreldrum sínum en í bæði skiptin hefur líkami hans hafnað líffærunum.

Klasnic gekkst undir fyrri aðgerðina árið 2006 en líffæragjöf frá móður hans var hafnað af líkama hans. Ári síðan fór hann í síðari aðgerðina og fékk þá nýra frá föður sínum. Svo virtist vera að síðari aðgerðin hafa bjargað lífi hans en nú hafa læknar tjáð Klasnic að hann þurfi að fara í þriðju aðgerðina og er hafin leit að líffæragjafa.

Eftir aðgerðina 2007 yfirgaf Klasnic þýska liðið Werder Bremen og gekk í raðir Bolton á Englandi þar sem hann skoraði 20 mörk í 77 leikjum með liðinu. Hann lék 41 leik með króatíska landsliðinu á árunum 2004 til 2011 og skoraði í þeim 12 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert