Blind valdi De Vrij og einn nýliða

Wesley Sneijder og félagar gerðu jafntefli við Svía í fyrsta …
Wesley Sneijder og félagar gerðu jafntefli við Svía í fyrsta leik sínum í undankeppni HM. AFP

Danny Blind, þjálfari hollenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur valið 23 manna hóp sinn fyrir komandi leiki við Hvíta-Rússland og Frakkland í undankeppni HM.

Blind valdi einn nýliða en það er Rick Karsdorp frá Feyenoord. Þá er Stefan de Vrij, varnarmaður Lazio, í hópnum á ný eftir árs fjarveru vegna meiðsla.

Ron Vlaar og Jorrit Hendrix eru meiddir, og þeir Michel Vorm, Kenny Tete, Vurnon Anita og Bart Ramselaar voru ekki valdir þrátt fyrir að hafa verið í 30 manna hópnum sem Blind hafði áður valið.

Holland gerði 1:1-jafntefli við Svíþjóð á útivelli í fyrsta leik sínum í riðlinum. Liðið mætir Hvíta-Rússlandi 7. október og Frakklandi 10. október.

Markverðir: Jasper Cillessen (Barcelona), Maarten Stekelenburg (Everton), Jeroen Zoet (PSV).

Varnarmenn: Daley Blind (Manchester United), Jeffrey Bruma (Wolfsburg), Virgil van Dijk (Southampton), Rick Karsdorp (Feyenoord), Terence Kongolo (Feyenoord), Joel Veltman (Ajax), Stefan de Vrij (Lazio), Jetro Willems (PSV).

Miðjumenn: Jordy Clasie (Southampton), Davy Klaassen (Ajax), Davy Propper (PSV), Wesley Sneijder (Galatasaray), Kevin Strootman (Roma), Georginio Wijnaldum (Liverpool).

Sóknarmenn: Steven Berghuis (Feyenoord), Bas Dost (Sporting CP), Vincent Janssen (Tottenham), Luuk de Jong (PSV), Luciano Narsingh (PSV), Quincy Promes (Spartak Moskvu).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert