Ótrúleg tölfræði hjá Buffon

Gianluigi Buffon.
Gianluigi Buffon. AFP

Ítalska goðsögnin Gianluigi Buffon, markvörður Juventus, er með hreint ótrúlega tölfræði í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu.

Hann hefur leikið samtals 634 leiki í deildinni, 168 fyrir Parma á árunum 1995-2001 og 466 fyrir Juventus frá árinu 2001. Af þeim hefur hann fagnað sigri í 350 leikjum, sem samsvarar því að hafa unnið hvern einasta deildarleik í níu ár í röð.

Buffon er 38 ára gamall og á að baki 165 landsleiki fyrir Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert