Inter fékk sín fyrstu stig gegn Southampton

Antonio Candreva fagnar sigurmarki sínu gegn Southampton.
Antonio Candreva fagnar sigurmarki sínu gegn Southampton. AFP

Inter Mílanó vann 1:0-sigur á Southampton í K-riðli Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld, þrátt fyrir að vera manni færra síðustu 13 mínútur leiksins.

Antonio Candreva skoraði sigurmarkið á 66. mínútu en liðsfélagi hans, Marcelo Brozovic, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt tíu mínútum síðar. Southampton tókst ekki að nýta sér það.

Þetta voru fyrstu stig Inter sem er enn í neðsta sæti riðilsins. Sparta Prag, sem vann Hapoel Be'er Sheva 1:0 á útivelli, er efst með 6 stig. Southampton og Hapoel eru með 4 stig hvort og Inter 3.

Úrslit kvöldsins:

G-riðill:
Celta Vigo - Ajax 2:2
Standard Liege - Panathinaikos 2:2
Staðan: Ajax 7, Celta Vigo 5, Standard LIege 2, Panathinaikos 1.

H-riðill:
Konyaspor - Braga 1:1
Shaktar Donetsk - Gent 5:0
Staðan: Shaktar 9, Gent 4, Braga 2, Konpyaspor 1.

I-riðill:
Krasnodar - Schalke 0:1
RB Salzburg - Nice 0:1
Staðan: Schalke 9, Krasnodar 6, Nice 3, RB Salzburg 0.

J-riðill:
Qarabag - PAOK 2:0
Slovan Liberec - Fiorentina 1:3
Staðan: Fiorentina 7, PAOK 4, Qarabag 4, Slovan Liberec 1.

L-riðill:
Osmanlispor - Villarreal 2:2
Steaua Búkarest - Zürich 1:1
Staðan: Villarreal 5, Osmanlispor 4, Zürich 4, Steaua Búkarest 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert