Messi í sögubækurnar

Lionel Messi.
Lionel Messi. AFP

Lionel Messi skráði nafn sitt í sögubækur Meistaradeildar Evrópu þegar hann skoraði þrennu í 4:0 sigri Barcelona gegn Manchester City í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í fyrrakvöld.

Messi hefur þar með skorað 50 mörk á heimavelli í Meistaradeildinni, meira en nokkur leikmaður hefur afrekað, en Raúl skoraði 49 mörk á heimavelli þegar hann lék með Real Madrid. Þrennan sem argentínski töframaðurinn skoraði á Nývangi í fyrrakvöld var sú 37. röðinni hjá honum í búningi Barcelona.

Sóknarþrennan ógurlega hjá Börsungum sem skipuð er þeim Messi, Luis Suárez og Neymar hefur nú skorað samanlagt 103 mörk á þessu ári og víst er að þeim á eftir fjölga áður en árinu lýkur. Barcelona sækir Valencia heim í spænsku deildinni á morgun, en Börsungar eru í fjórða sæti deildarinnar, eru tveimur stigum á eftir Real Madrid og Atlético Madrid sem eru í toppsætunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert